21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

3. mál, landsreikningar 1929

Magnús Torfason:

Vegna þeirra ummæla, sem hér hafa þrásinnis komið fram, vil ég leyfa mér að benda á 4. mgr. 44. gr. þingskapa. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Nú er haft nafnakall við atkvæðagreiðslu og þingmaður greiðir ekki atkv., og skal hann þá leiða rök að því. Forseti sker úr, hvort þau rök skuli gild talin, en þingmaður getur skotið þeim úrskurði undir atkv. deildarmanna eða þingsins“.

Með þessari gr. er það lagt í vald forseta, hvort hann tekur rökin gild eða ekki, og það, sem forseti gerir í þessu efni, er því löglegt.