07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

8. mál, innflutningur á sauðfé

Frsm. (Páll Hermannsson). Þetta frv. er lestum hv. þdm. kunnugt frá vetrarþinginu síðasta. Ríkisstj. lagði þá fram frv. þessa efnis fyrir þessa hv. d. Það frv. var rækilega yfirvegað í nefnd og varð fyrir allmiklum breyt. og var afgr. frá þessari hv. d. með góðu samkomulagi.

Nú hefir frv. þetta verið lagt fyrir Nd. og er nú komið þetta áleiðis. Það hafa verið gerðar á því nokkrar breyt. í Nd., en allar eru þær aðeins orðabreyt. eða leiðréttingar, en engar efnisbreyt.

Þetta frv. var rætt ýtarlega í vetur og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka þær umr. nú, þar sem þdm. eru flestir þeir sömu.

Það, sem ætlazt er til að með frv. náist, eru aukin gæði og aukið verð á landbúnaðarvörum, kjöti og skinnum, og er nokkur von til þess, að sá tilgangur náist. Hinsvegar er um hættu að ræða í þessu sambandi. Bæði er hugsanleg sýkingarhætta af innfluttu fé og sömuleiðis spjöll með kynblöndun á hinum innlenda fjárstofni. En gegn þessu setur frv. þær varúðarráðstafanir, sem ættu að nægja. Vitanlega stafar af þessu kostnaður fyrir ríkissjóðinn, bæði strax í byrjun og síðar. En maður hefir mikla ástæðu til að ætla, að sá kostnaður borgist margfaldlega með hættum atvinnurekstri.

Vil ég ekki þreyta hv. d. með lengri umr., en legg til fyrir hönd landbn. að frv. verði samþ. óbreytt.