07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

7. mál, búfjárrækt

Jakob Möller:

Ég er meðsekur hv. 2. landsk. við þetta frv., og finnst mér skylt að gera grein fyrir, hvers vegna. Það er vegna þess að stj. hefir verið veitt heimild í Nd. til að skera niður framkvæmdirnar, ef hún álítur fjárhaginn krefjast þess. En ef Alþingi vill binda svo verklegar framkvæmdir, þá eigum við nú að ganga á undan að takmarka þær nýju framkvæmdir, sem samþ. eru á þessu þingi, þær framkvæmdir, sem er ekki bráðnauðsynlegt, að fram komi á því ári. Ef nokkur sanngirni er í því að veita stj. heimild til að draga úr framkvæmdunum, þá er sjálfsagt, að ný lög eigi að lúta því sama, og þó öllu frekar en framkvæmd fjárl.

Hv. 4. landsk. segir, að þetta sé ekki svo stór upphæð. Það má nú eins segja um ýmislegt af því, sem stj. er leyft að draga 25% af. Margar fjárveitingar fjárl. eru miklu minni en 25–30 þús., svo að ¼ af þeim er auðvitað miklu minna.