31.07.1931
Efri deild: 17. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (521)

5. mál, verðtollur

Einar Árnason [óyfirl.]:

Ég vildi aðeins gera þá aths. út af ræðu hv. 1. landsk., að sá verðsamanburður, sem ég gerði, var miðaður við smásöluverð, bæði að því er snertir verð kaupfélagsins og verðið hér í Reykjavík, svo að misskilningur þurfti ekki að komast þar að.

Viðvíkjandi því, að Framsóknarflokkurinn hafi farið með völdin í landinu undanfarið og stj. flokksins því átt að gera eitthvað til að leysa vandræði manna hér í Reykjavík, vildi ég benda hv. 1. landsk. á það, að það er ekki Framsóknarflokkurinn, sem setið hefir við völd hér í Reykjavík, heldur er það flokkur hv. 1. landsk. sjálfs, sem ráðið hefir málum Reykjavíkur undanfarið.