21.08.1931
Neðri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (582)

12. mál, ríkisbókhald og endurskoðun

Magnús Guðmundsson:

Þetta mál var tekið af n. eftir að það hafði verið hjá henni tæpan sólarhring, og þar af leiðandi hefir minni hl. ekki tekið neinn þátt í meðferð þess í n. Að sönnu frestaði hæstv. forseti því um 2 daga, vegna mótmæla frá mér, en ég hefi þrátt fyrir það ekki tekið neinn þátt í nál.

Ég hefi ýmislegt um þetta mál að segja og miklar aths. við frv. að gera, en nú er orðið svo framorðið og svo fáir í d., að ég er ekki viss um, að hún geti tekið ályktun um það. Ég mun því geyma mér að tala um málið þangað til við 3. umr., ef það er þá hægt að koma því til 3. umr. — mér sýnist svo fáir vera við. En ég vil áskilja mér rétt til að tala þá um einstakar gr. frv.

Þá ætla ég ekki að segja meira um þetta af meðaumkun bæði með sjálfum mér og öðrum — fyrr en við 3. umr. Ég er orðinn syfjaður, og ég býst við, að svo sé um fleiri.