14.08.1931
Efri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í B-deild Alþingistíðinda. (745)

86. mál, embættiskostnaður sóknarpresta og aukaverk

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi ekki ástæðu til þess að segja mikið vegna ræðu hv. 2. þm. Árn. Hv. þm. taldi það sjálfsagt, enda viðurkennd regla, að sóknarprestar fái lögboðin eyðublöð. Þarf ég svo ekki að fara frekar út í það mál.

Hv. þm. vill, að prestum sé gert það að skyldu að leggja sér hinar löggiltu embættisbækur til. Ég vil benda hv. þm. á, að ef það fyrirkomulag verður haft, getur svo farið, að ósamræmi verði í því, hvernig þessi embættiskostnaður leggst á einstaka embættismenn. Verið getur, að einhver prestur hafi verið svo óheppinn að hafa keypt þessar embættisbækur rétt áður en hann skiptir um prestakall, en verði svo að kaupa samskonar bækur þegar er hann kemur í nýja prestakallið. Mér finnst þetta vera smávægilegt atriði, en tel þó rétt, að það sama gildi um þessar bækur og um skýrslueyðublöðin, en um þau hefir ekki orðið neinn ágreiningur.

Mér finnst það ekki liggja hér fyri, hver eigi að löggilda þessar bækur. En frá leikmannssjónarmiði virðist mér kennslumálaráðuneytið eigi að gera það. En hafi þessar bækur verið löggiltar hingað til, finnst mér rétt, að sömu menn geri það framvegis.