22.07.1931
Neðri deild: 7. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

45. mál, útflutningur á nýjum fisk

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. Seyðf. hefir spurzt fyrir um, hvort stj. mundi nota sér heimild, sem stungið er upp á með þessu frv., ef það yrði samþ. Ég vil út af þessu segja hv. þm. það, að við í Framsóknarflokknum erum að athuga þetta mál. Við höfum skipað nefnd í okkar flokki, og hún starfar með því markmiði að finna leiðir til þess að hjálpa smáútvegsmönnum til þess að komast að hinum enska markaði. Það er því tilætlun Framsóknarflokksins að taka á þessu máli með fullum skilningi. Hvort það verður afgr. í því formi, sem þetta frv. fer fram á, skal ég ekkert um segja, en við munum fúsir til þess að taka fyllsta tillit til till. hv. þm. um þetta mál, og vonum, að samkomulag geti orðið um, hvernig megi styðja þessa viðleitni.