03.08.1931
Neðri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (769)

45. mál, útflutningur á nýjum fisk

Steingrímur Steinþórsson:

Ég skal ekki lengja umr. Það er aðeins út af brtt. við 1. gr., að ég vil taka það fram, að ég mun samþ. brtt. sjútvn. við 1. gr. við þessa umr., með þeim fyrirvara, að við 3. umr. mun ég líklega koma með brtt. um, að tekið verði aftur upp ákvæðið um, að stuðningurinn sé bundinn því skilyrði, að um samvinnufélag sé að ræða. Ég segi ekki meira en að líklega komi ég með þessa brtt., því að enn hefi ég ekki fyllilega áttað mig á þessu atriði. En mér er ljóst, hve mikla yfirburði þessi félagsskapur hefir yfir félög þau, sem mynduð eru á öðrum grundvelli. Þó þarf ef til vill ekki að koma til, að hlutafélög séu útilokuð. Ég vildi láta þessa getið, að þótt ég nú greiði atkv. með brtt. sjútvn., þá kemur sennilega brtt. frá mér um þetta atriði við 3. umr.