06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

45. mál, útflutningur á nýjum fisk

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Þótt ég líti svo á, að frv. eins og það liggur fyrir tryggi í raun og veru það, sem í brtt. felst, sé ég þó ekki, að hún spilli þeim tilgangi, sem fyrir flm. og n. vakti, né heldur að samþykkt hennar þurfi að tefja fyrir framkvæmdum í þessu máli, sem ég annars óska og vona að geti hafizt mjög fljótlega. Sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta að öðru leyti, en óska þess, að málinu verði hraðað og að hv. þdm. taki því sem bezt.