03.08.1931
Efri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

168. mál, Útvegsbanki Íslands h/f á Ísafirði og Akureyri

Jón Þorláksson:

Það er rétt hjá hv. form. fjhn., að hér er aðeins um heimild handa Landsbankanum að ræða, sem ég hygg, að leiði til viðurlagningar útibúanna, ef notuð verður. Það er rétt hjá hv. þm., að hér er um enga þvingun að ræða að þessu leyti. En sé svo, að Útvegsbankinn getur ekki framkvæmt seðlainnleysinguna án aðgerða, þá er orðin úr þessu þvingun, ef sú leið er tekin.

Ég held, að ekki sé rétt að slá fastri þessari einu leið, að hlutaðeigandi hluthöfum á Akureyri og Ísafirði fornspurðum.