17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

1. mál, fjárlög 1932

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er vegna fyrirspurnar hv. 4. þm. Reykv. viðvíkjandi því, hvort sömu reglur ættu að gilda um útvarp og áður hafa gilt, að ég stend hér upp.

Þegar reglurnar um útvarp voru settar, var það beint tekið fram, að þær ættu að gilda fyrir það þing eitt, sem rofið var. Það mátti auðvitað við því búast, að einhverjir annmarkar kynnu að koma í ljós, sem þyrfti að lagfæra, og þá var ekkert sjálfsagðara en að breyta reglunum eftir fenginni reynslu.

Þar sem búast mátti við því, að þeir þingflokkar, sem sæti eigi á Alþ., kynnu að óska eftir einhverjum breytingum, hafa forsetarnir engar ákvarðanir tekið viðvíkjandi útvarpinu, en eftir því er beðið, að flokkarnir láti í ljósi álit sitt um, hvort þeir vilji láta reglur þessar haldast óbreyttar. Að því fengnu mun þetta verða endanlega ákveðið.