29.07.1931
Neðri deild: 15. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (888)

133. mál, rekstrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Frsm., (Steingrímur Steinþórsson):

Samkv. ósk hæstv. fjmrh. (TrÞ) flytur fjhn. þetta frv. Ég þarf ekki fyrir hönd n. að hafa mörg orð um þetta frv. Það er flutt vegna þeirra erfiðleika, sem nú eru á sölu íslenzkra afurða. Þar sem þær mega heita óseljanlegar nú í bili, þá er það nauðsynlegt fyrir bankana að fá rekstrarfé til viðbótar, meðan svo stendur, og get ég vísað til grg. frv. um rök fyrir nauðsyn þess.

Sé ég svo ekki ástæðu til að segja fleiri orð um frv.