03.08.1931
Efri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 937 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

25. mál, lendingarbætur á Eyrarbakka

Jón Baldvinsson:

Ég get sagt það sama og hv. 4. landsk., að ég var í dálitlum vafa um það, hvers vegna klausa þessi stæði í 8. gr. frv., ef svo hagar til þar austur frá sem sagt er. Skilst mér, að seinna meir megi búast við stærri útvegi þar, og gæti þá þetta atriði haft tilfinnanlegar afleiðingar, er kaupráðningar færu að tíðkast meira en áður. Á löngum tíma geta gjöld þessi dregizt saman og orðið svo verulegur hluti af andvirði skipsins, að sjómenn yrðu sviptir þeirri tryggingu, sem veðréttur í skipi veitir þeim. Virðist mér hv. 2. þm. Árn. vera þarna að ganga á rétt fátækasta fólksins austan fjalls.