07.08.1931
Neðri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

120. mál, fiskimat

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Ég vildi fara fram á það við hæstv. forseta, að þetta yrði ekki til þess að tefja málið, svo að það yrði því að aldurtila, því ég álít það heldur lítilvægar ástæður, sem hér eru færðar fram, til þess að taka það af dagskrá. Þetta er nauðsynjamál, og ef það verður nú tekið út af dagskrá, vil ég mælast til, að það verði fljótlega tekið fyrir aftur.