07.08.1931
Neðri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (988)

120. mál, fiskimat

Ólafur Thors:

Ég vil varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé hugsanlegt, að málið verði ekki tekið af dagskrá. heldur frestað umr. nú. Ég get þá borið fram skrifl. brtt., og þetta er svo einfalt mál, að hv. dm. geta þegar áttað sig á því, hvort þeir vilja svona víðtæka heimild fyrir yfirfiskimatsmennina.

Það er rétt hjá hv. frsm., að þetta er nauðsynjamál, og vil ég ekki stuðla að því, að á því verði ónauðsynlegar tafir. Ég hygg, að megi leysa þessa þörf með því að fresta málinu í bili.