18.04.1932
Neðri deild: 54. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 371 í B-deild Alþingistíðinda. (102)

1. mál, fjárlög 1933

Jóhann Jósefsson:

ég hafði sent hv. fjvn. erindi, þar sem farið var fram á lítilsháttar styrk til framhaldslagningar ræktunarvegarins í Vestmanneyjum, og sé ég nú, að n. hefir ekki tekið þennan styrk upp í till. sínar, og verð af því að leiða þá ályktun, að n. treysti sér ekki til að sinna málinu. — Eins og þm. mun kunnugt, hefir þingið nú um nokkur ár stutt þessa vegalagningu, sem miðar að aukinni ræktun í Eyjunum, og hefir styrkurinn borið mikinn og góðan árangur. Í erindi því, sem ég gat um, var sýnt fram á það samkv. skýrslu frá búnaðarfélaginu í Vestmannaeyjum, að túnasléttun og grjótnám hefir aukizt stórkostlega síðan þingið for að styðja ræktunina á þessum stað með því að hlaupa undir bagga með styrk til þessarar vegarlagningar, þar sem hægt er að rækta, og reynslan hefir sýnt, að svo er viðast í Eyjum. Árin 1923–1926 var lítið unnið að jarðabótum í Vestmannaeyjum, en síðan 1927, sem er fyrsta árið, sem styrkur var veittur til ræktunarvegarins, hafa framkvæmdirnar í þessum efnum verið stórkostlegar, bæði túnasléttur og grjótnám, til þess að gera landið ræktanlegra. Hvað heyaflann snertir, þá hefir um hann orðið lítil breyting á árunum frá 1922–1926 samkv. skýrslu búnaðarfélagsins. 1922 nemur heyfengurinn 4175 h., en 1926 4530 h. Heyfengurinn hefir þannig aðeins aukizt um nokkur hundruð h. á þessu tímabili, en 1930 er heyaflinn orðinn helmingi meiri eða allt að því 7072 h., svo að því fé, sem þingið hefir veitt til að styðja ræktunina í Eyjum, hefir ekki verið á glæ kastað, og er þetta því ánægjulegra fyrir hv. Alþingi þar sem ríkið á þetta land. Ég hefi því leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 418, XXV, sem fer í þá átt, að þingið veiti styrk til ræktunarvegarins áfram, og hefi ég stillt styrknum svo mjög í hóf, að ég leyfi mér að vona, að hv. fjvn. sjái sér fært að mála með þessari till. minni. Mér þykir rétt að geta þess í þessu sambandi, að Vestmanneyingar hafa ekki til þessa verið kröfufrekir við ríkissjóð, en á hverju ári rennur um og yfir 1/2 millj. kr. til ríkisgjaldkerans úr þessu byggðarlagi, og mætti vel á þetta líta í sambandi við þessa málaleitan. Ég vil og ennfremur láta þess getið í sambandi við þetta mál, að það voru hreinar álygar, þegar hæstv. dómsmrh. staðhæfði það í eldhúsumr., að í Vestmannaeyjum væru allir á hausnum. Er illt til þess að vita, að menn í hinum ábyrgðarmestu stöðum þjóðfélagsins skuli ganga svo langt í pólitískum ofsóknum að sverta svo heil byggðarlög með tilhæfulausum álygum. Það hafa að vísu komið fyrir nokkur gjaldþrot í Vestmannaeyjum, sem viðar, en það er þó mitt álit, að sum þau gjaldþrot, sem Útvegsbankinn hefir staðið að í Vestmannaeyjum, hefðu betur verið óframkvæmd, a. m. k. hefði svo verið fyrir verkalýðinn, sem liðið hefir atvinnutjón af þessum ástæðum.

Við 2. umr. fjárl. var hér samþ. till. þess efnis, að stj. var heimilað að veita ríkisábyrgð fyrir allt að 100 þús. kr. til handa samvinnufélagi sjómanna og verkamanna á Seyðisfirði til að koma upp fiskibátum, og var þessi till. rökstudd með því, að það stæði útgerðinni á þessum stað fyrir þrifum, að þar eru ekki til neinir bátar. Þetta sama og hér er um að ræða var á sínum tíma gert fyrir Ísfirðinga, og er sennilegt, að þessi samþykkt leiði til þess, að kröfur um samskonar hjálp berist að víðar frá. En ef ríkið á annað borð á að fara að skipta sér af slíkum framkvæmdum, þarf jafnframt að sjá svo til, að innlendir menn fái þau verkalaun, sem goldin verða fyrir smiði þessara báta. Skipasmiðir okkar hafa sem aðrir orðið varir við kreppuna, því að nú er litið um vinnu fyrir rá, og er alveg ófært, að ríkið taki á sig þessa ábyrgð, ef smíðin á þessum bátum verður framkvæmd erlendis, samtímis því, sem okkar eigin skipasmiðir og hjálparmenn þeirra ganga atvinnulausir, af því að ekkert fellur til fyrir þá að gera. ég hefi því leyft mér að bera fram svo hljóðandi viðaukatill. við þessa till., sem samþ. var við 2. umr.: „enda séu þau fiskiskip, er smíðuð kunna að verða samkv. þessari heimild, smíðuð hér á landi“. Þessi viðaukatill. mín er á þskj. 418, XLIV. — Hv. þm. Seyðf. drap á þessa till. mína í ræðu sinni hér fyrr við þessa umr. og taldi hann varhugavert að samþykkja hana, og fór fram á það, að ég tæki till. aftur. Veit ég ekki, hvað þeim getur gengið til, hv. þm. Seyðf. og flokksbræðrum hans, sem svo oft hafa hent á það hér í þinginu með fullum rökum, hve mjög skortir á það nú, að næg atvinna sé til í landinu fyrir landsins börn, þar sem hv. þm. leggst á móti þessari till. minni, því að það vita allir, sem fengizt hafa við bátaútveg, að innlendir bátar eru ekki eftirbatar erlendra báta, nema ef siður sé, því að þeir eru traustari, og enda meir miðaðir við staðhætti okkar lands. Kemur það hér meðal annars til, að þeir, sem bátanna eiga að njóta, eru í verki með um smíði bátanna og ráða því, hvernig smíðinni er hagað, en slíku verður ekki við komið. Þegar bátarnir eru smíðaðir á erlendum skipasmiðastöðvum; enda þótt reynt sé skriflega að gefa forskriftir um það, hvernig bátarnir eiga að vera. Það getur verið, að innlendir bátar séu eitthvað dýrari en bátar smíðaðir hjá erlendum skipasmiðastöðvum, en þetta munar þó aldrei mjög miklu, auk þess sem á það ber að líta, að alltaf leggst einhver meiri eða minni kostnaður á hina erlendu báta við það, að heim þarf að koma heim, og enda oft að breyta heim og endurbæta, þegar þeir eru hingað komnir, vegna hinna ólíku staðhátta og atvinnuhátta: Þennan kostnað virðast menn oft ekki sjá, þegar þeir eru að leggja það niður fyrir, sér, hvort þeir heldur eigi að láta smiða báta sína erlendis eða hér heima, hjá t. d. Magnúsi Guðmundssyni eða Pétri Ottasyni. Í Vestmannaeyjum höfum við sennilega mesta reynslu í þessum efnum, og sú reynsla bendir ekki í þá átt, að dýrara sé að láta smíða bátana hér heima en erlendis, einkum þegar tillit er tekið til þess, hvernig verkið er af hendi leyst, því að ísl. bátarnir eru yfirleitt betri og traustari, eins og ég áður sagði. Ég álít því sjálfsagt á slíkum tímum sem þessum, ef ríkið á annað borð fer að styrkja samvinnufélag þeirra Seyðfirðinga til að láta smíða sér báta, að það sé tilskilið, að bátarnir séu smíðaðir hér heima. Hitt kemur á annan veg út, ef keyptir verða gamlir batar, enda rekur það sig ekki á þessa till. mína, því að hún er eingöngu miðuð við það, að bátarnir séu byggðir að nýju. Ég get því ekki, vegna þeirrar kreppu og atvinnuleysis, sem ríkir í landinu, og vegna þeirra miklu vandkvæða, sem nú eru á öllum peningayfirfærslum, orðið við tilmælum hv. þm. Seyðf. imi að taka þessa till. mína aftur. Það er skylda þingsins á þessum vandræðatímum að sjá svo til, að sem mest atvinna falli til hér innanlands og að sem minnst sé goldið til útlanda fyrir vinnu, sem við Íslendingar sjálfir erum færir um að leysa af hendi.

Þá flyt ég till. á þskj. 430, VII, þess efnis, að stj. sé heimilað að láta niður falla áskilið framlag til varðskipsins Þórs fyrir árin 1930 og 1932. — Með samningunum 1926 var Vestmannaeyingum gert að greiða 15000 kr. á ári fyrir eftirlit Þórs með bátum eyjarskeggja, og hefir bærinn að jafnaði staðið í skilum með þessa greiðslu til þessa. En það er hvorttveggja, að nú eru erfiðir tímar, og á bæjarfélagið því erfitt með að leysa þessa greiðslu af höndum, því að bærinn hefir auk þess orðið að taka nærri sér til að skapa vinnu í atvinnubótaskyni, enda er þetta eina héraðið á landinu, sem krafið er sérstakrar peningaupphæðar vegna björgunarstarfseminnar, sem ríkið heldur þar uppi, því að ýms önnur héruð fá varðskipið til sín um tíma og tíma til eftirlits án nokkurs endurgjalds. Ég hefi því leyft mér að fara fram á það, að Alþingi heimili stj., ef hún sæi sér fært, að sýna Vestmanneyingum nokkra linkind í þessum efnum, og vænti ég þess, að þm. taki vel í þessa sanngjörnu till. Vil ég í þessu sambandi ennfremnr benda á það, að til Vestmannaeyja sækja sjómenn alslaðar að af landinu, og sýnist ekki nema sjálfsagt, að þeir njóti sömu verndar, meðan þeir eru þar við róðra, eins og þeir ella njóta sem sjómenn í öðrum héruðum landsins. ég býst reyndar við því, að mér verði svarað svo um þetta, að við Vestmanneyingar höfum sérstakan aðgang að varðskipinu umfram önnur héruð á landinu, enda er svo samkv. samningnum, en því miður hefir starf Þórs 2–3 síðustu árin verið öðruvísi af hendi leyst en frá 1923 –27. Skipið hefir verið lausara við gæzluna og Vestmannaeyingar notið þess skemur en vera skyldi. Skal ég engan dóm á það leggja, af hverju þetta stafar, en ég vil þó benda á það, að 2 hin síðustu ár hefir Þór haft ýms aukaverk með höndum, svo sem fiskveiðarnar, og væri þetta eitt út af fyrir sig nóg til þess, að munur væri á framkvæmd björgunarstarfseminnar frá því, sem áður var, meðan skipið var ekki bundið við önnur störf jafnframt. Í fyrra vetur auðnaðist Þó þannig ekki að koma neinum bát til hjálpar, en hinsvegar man ég til þess, að brezkur togari varð til slíks í eitt skipti, og Ægir í annað skipti, ef ég man rétt. Hefir Þór verið þetta lausari við starf sitt en aður og vera ætti samkv. samningnum, og finnst mér ekki nema hin fyllsta sanngirniskrafa, að tillit sé tekið til þessara staðreynda við innheimtu gjaldsins, sem Vestmanneyingum umfram aðra landsmenn hefir verið gert að greiða vegna björgunarstarfseminnar.

Þá flyt ég till. á þskj. 418, XX, ásamt þeim hv. þm. Barð. og hv. hm. Seyðf., þess efnis, að Jóni Leifs sé veittur 1500 kr. viðurkenningarstyrkur. Skal ég fúslega játa það, að ég er ekki vel að mér í þeim fræðum, sem hér um ræðir og Jón Leifs hefir lagt fyrir sig, og get því ekki úr flokki um þau talað, enda ætla ég, að fáir alþýðumenn hafi þekkingu á tónritstörfum. Ég veit hinsvegar af eigin reynslu, að þessi ungi Íslendingur hefir vakið meiri eftirtekt í Þýzkalandi vegna tónverka sinna en líklegt væri af manni á hans aldri og heldur en almenningi er ljóst hér heima. Þó virðist svo sem honum hafi ekki auðnast að koma ár sinni fyrir borð svo sem skyldi meðal áhrifamanna hér á landi, slíkur atkvæða- og hæfileikamaður sem Jón Leifs er á þessu sviði. Er það eftirtektarvert, að á Þýzkalandi hefir það vakið meiri athygli, hve þjóðlegur Jón Leifs er í list sinni en hér heima, enda leggur hann stund á að vinna úr þeim efnum, sem íslensk eru, í verkum sínum.

Nú hefir nýskeð verið stofnað félag hér heima í þeim tilgangi að stuðla að því, að koma einhverju af verkum Jóns Leifs á prent, og er það vottur þess, að farinn sé að vakna skilningur manna hér heima á hinum afarmiklu hæfileikum Jóns og á því, hverja þýðing það hefir fyrir íslenzka menningu, að hin stærri verk hans geti orðið prentuð. Hann hefir m. a. samið lög við erindi úr Hávamálum, og hefir í undirbúningi „oratorium“ mikið við Edduljóð og margt fleira, sem ég skal ekki tefja hv. þd. með að telja upp, því að til þess færi of langur tími. En ég þori að fullyrða, að það er margur styrktur af Alþ., sem miklu síður skyldi en Jón Leifs. Og það er sennilegt, að jafnvel núverandi kynslóð eigi eftir að sjá það, að hann hefir meira til brunns að bera sem tónskáld en nokkur annar Íslendingur hefir hingað til haft. Fyrir tveimum árum kom út eftir hann þjóðlagahefti, sem náði töluverðri útbreiðslu erlendis. En það, sem er serkennilegt við Jón Leifs sem tónskáld, er það, að hann byggir tónsmiðar sínar á íslenzkum grundvelli. Hann trúir á það, að í þjóðlögunum og jafnvel í rímunum séu geymdir fjársjóðir, sem þýðingu hafi fyrir norræna tónlist. Og það er sannfæring mín, að sá grundvöllur, sem hann byggir á, sé réttur. Hér er ekki farið fram á, að miklu sé fornað þessum ötula, þjóðlega manni, heldur að Alþingi vilji sýna honum viðurkenningu, sem er meira siðferðilegur styrkur en peningastyrkur. Ég vona því, að hv. þd. geti fylgt okkur flm. í því að styrkja Jón Leifs lítilsháttar með þessum fjárstyrk.

Ég þarf svo ekki að orðlengja meira í þetta skipti. Það er ekki vert að eyða tíma í að ræða einstakar till. annara hv. þm., sem ég er ekkert. við riðinn, en ég býst við, að till. frá sjútvn. verði rædd af form. n., svo að ég skal ekki fara langt út í hana, en aðeins benda á, að þetta er eina till., sem sjútvn. flytur, og hún lítil; ég vona því, að henni verði sá sómi sýndur, að hún verði samþykkt.