03.03.1932
Neðri deild: 19. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (1024)

50. mál, leyfi til loftferða

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Á þskj. 73 eru fram komnar nokkrar brtt. við frv. þetta frá samgmn. Þær er að miklu leyti samdar í samræmi við þær aths., er fram komu við 1. umr. málsins hér í deildinni, en að sumu leyti fyrirhugaðar af n. áður. Flestar eru brtt. þessar orðabreyt., aðeins við form frv., og miða til þess að skýra það sem í rauninni felst í frv. Aðeins ein þessara till. er efnisbreyt. Hún er við það ákvæði 5. gr., sem gerir ráð fyrir því, að hundraðsgjaldið, sem fél. á að greiða, skuli haldast óbreytt í 15 ár. Brtt. gerir ráð fyrir, að það verði aðeins 10 ár.

Brtt. við 1. gr. frv. er, eins og hv. þdm. sjá, aðeins lítilfjörleg orðabreyt. Einnig er brtt. við 3. gr. orðabreyt. og fram komin vegna þeirra aths., sem gerðar voru hér við 1. umr. málsins. Þær brtt., sem fyrir liggja við 5. gr., eru að öllu orðabreyt., nema sú, er ég áður nefndi, og miða þær til skýringa á efninu. í brtt. við 8. gr. eru fyllri fyrirmæli en í frv. sjálfu, um réttindi ríkisins gagnvart leyfishafa, og minnir mig, að aths. þær, sem fram komu við 1. umr., lytu líka að þessu.

Við 11. gr. hefir verið bætt setningu, sem ætti að gera það ótvírætt, að ekki yrði misnotaður réttur leyfishafa á ófriðartímum, og ætti því að vera betur um þetta búið en áður var í frv.

Fulltrúi Transamerican Airlines Corporation, sem hér er staddur, hefir att kost á að kynna sér brtt. n., og þykist ég mega fullyrða, að hann fallist á þær og geri engan ágreining út af þeim.

Að svo komnu finn ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um brtt., en þess skal getið, að eftir að n. hafði gengið frá þessum brtt., bárust henni aths. frá landssímastjóra út af frv. Hefir hann í þeim aths. bent á, að æskilegt væri að breyta formi 4. gr. frv. lítið eitt, og mætti sennilega koma þeirri breyt. að við 3. umr. málsins. Í þessum aths. hans felst engin efnisbreyt.; þær lúta að því einu að koma ákvæðum gr. í samræmi við alþjóðasamþykktir um notkun loftskeyta.

Eftir þeim undirtektum, sem frv. fékk hér við 1, umr., þykist ég mega vænta þess, að hv. þdm. muni fallast á brtt. og frv. í heild, eins og það verður eftir samþykkt þeirra.