04.03.1932
Neðri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1026)

50. mál, leyfi til loftferða

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Við 2. umr. þessa máls var um það getið, að till. landssímastjóra út af frv. þessu hefðu ekki borizt samgmn. áður en hún afgr. brtt. sínar til 2. umr. nú liggja hér fyrir till. frá n. á þskj. 96, og er þær bornar fram samkv. till. frá landssímastjóra. Eins og hv. þdm. munu sjá, þá breyta þær ekki efni frv., heldur má telja þær skýrari orðun þeirra ákvæða, er snerta loftskeytasendingar í þágu flugferðanna, sérstaklega til tryggingar því, að loftskeytanotkun félagsins verði jafnan í samræmi við þau alþjóðafyrirmæli, sem sett hafa verið og ríkisstjórnin undirritaði, um meðferð loftskeyta. Hygg ég svo eigi þörf á að ræða þetta frekar, enda munu hv. þdm. þegar hafa ákvarðað að fylgja till. þessum um breytingu 4. gr. Loks er lítilsháttar brtt. við 2. gr., að í stað „fyrirkomulag og bylgjulengd“ komi: afl og bylgjulengd, og er sú orðun ákveðnari. Að öðru leyti þarf ég ekki að fjölyrða um þetta og læt því máli mínu lokið.