07.03.1932
Neðri deild: 22. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1371 í B-deild Alþingistíðinda. (1053)

39. mál, þingsköp Alþingis

Vilmundur Jónsson:

Ég hefi flutt hér brtt. á þskj. 84 um skipun sérstakrar heilbrigðismálanefndar. Ef allar þær tegundir mála, sem hingað til hafa gengið til allshn., eiga að geta fengið góða afgreiðslu, er tryggilegra að leysa allshn. upp í fleiri nefndir. Fyrir þessu þingi liggja allmörg heilbrigðismál, sem þyrftu, ef vel ætti að vera, athugunar í sérstakri nefnd, og þegar þess er gætt, að fyrir liggur að endurskoða alla heilbrigðisloggjöf landsins, má búast við fjölda frv. um þessi efni á hinum næstu þingum, og fengi því slík heilbrigðismálanefnd nóg að starfa.