05.03.1932
Neðri deild: 21. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

N. hefir orðið ásátt um að mæla með þessu frv. þó hafa tveir af nm. skrifað undir nál. með fyrirvara, og munu þeir gera grein fyrir honum.

Eina breytingin, sem n. leggur til, að gerð sé á frv., er sú, að framlag ríkisins til skólans sé fært úr 5000 kr. niður í 4000 kr. þetta er gert í samráði við flm. frv., sem álítur, að komið geti til mála, að hægt sé að komast af með þess upphæð.

Ég vil geta þess, að það er vilji okkar nm., að það fyrirkomulag komist á þennan Skóla, að starfsmenn landsspítalans komi við hann án aukaþóknunar, — að það starf falli inn í embætti þeirra. En ég held, að eins og sakir standa nú, sé ekki hægt að koma þessu við. Það er búið að setja menn í þessi embætti án þeirrar kvaðar að kenna við ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskólann. En ég tel sjálfsagt, að þegar aðrir menn taka við embættunum, séu kennslustörfin látin fylgja þeim. Ég held, að það sé ekki rétt braut að láta fylgja hæstlaunuðu embættum ríkisins ýms aukastörf með sérstakri aukaþóknun, sem ættu að tilheyra embættinu.

Þar sem ákveðið er í þessu frv., að l. um ljósmæðaskóla frá 1924 falli niður, hefir n. jafnframt flutt sérstakt frv. um að flytja eina gr. úr heim lögum yfir í önnur lög. N. telur þessa gr. ekki eiga að falla niður, en kann hinsvegar ekki við að láta hana standa eina eftir.