08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1392 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Pétur Ottesen:

Því var haldið fram, að ég hefði sagt, að ekki þyrfti neina sérþekkingu til að kenna þær greinar, sem frv. getur um. Ég atti vitanlega við, að kennararnir þyrftu ekki að hafa aðra sérþekkingu en þá, sem læknar, er lokið hafa fullnaðfarprófi, hafa. Það getur vel verið, að forstöðumaður ljóslækningadeildarinnar hafi ekki tekið á móti neinu barni. En hinir tveir ættu að vera fullfærir um að kenna þetta. Ætti því að vera vel séð fyrir sérþekkingunni með því að fela þeim kennsluna.

Ég get tekið undir með hv. þm. N.-Ísf. um, að það sé prófsteinn á hv. þm., hvort þeir vilja halda áfram á þeirri braut að bæta bitlingum ofan á hálaunuð störf, hvernig þeir greiða atkv. um brtt. mína. Þegar aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að leggja fram alla sína krafta fyrir 1/3 þeirra launa, sem þessir menn fá, þá er ástæðulaust að bæta við þessa háttlaunuðu menn bitling á bitling ofan, þar til þungi þeirra verður svo mikill, að þeir kikna í herðum og hnjáliðum undan ofurþunga bitlinganna.