02.03.1932
Efri deild: 18. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í C-deild Alþingistíðinda. (11228)

37. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Jónson:

Ég ætla ekki að tala um málið sjálft við þessa umr., en út af fyrirspurn hv. 2. landsk. um það, hvort Alþýðuflokkurinn geti ekki fengið að koma manni í stjskrn., vil ég leyfa mér að beina þeirri spurningu til Sjálfstæðisfl., hvort hann ætli ekki að hafa hv. 2. landsk. á lista hjá sér. Mér finnst það langeðlilegast, af því að hv. 2. landsk. hefir verið í samstarfi við þann flokk í þessu máli og þeir eru samherjar um þetta frv. Ég óska eftir skýrum svörum frá flokknum við þessari fyrirspurn minni.