03.03.1932
Efri deild: 19. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í C-deild Alþingistíðinda. (11241)

37. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvinsson:

Þar sem flokkarnir hafa báðir tekið nafn mitt upp í þriðja sæti á listum sínum, vildi ég mælast til þess, að þeir gætu fallizt á að strika það út, svo að mér gæfist kostur á að koma fram með sérstakan lista, sem ég og enda mun gera, hvort sem flokkarnir geta fallizt á þetta eða ekki.

Þá skýrði forseti frá, að sér hefði borizt þriðji listinn, C, með nafni Jóns Baldvinssonar. — Þar sem ekki komu uppástungur um fleiri menn en kjósa átti í n., lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir:

Einar Árnason } af A-lista

Ingvar Pálmason }

Jón Þorláksson }af B-lista

Pétur Magnússon}

Jón Baldvinsson } af C-lista