08.03.1932
Efri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í C-deild Alþingistíðinda. (11301)

43. mál, lokunartími sölubúða

Jón Baldvinsson:

Það er rétt hjá hv. frsm., að brtt. hv. n. hefir engin áhrif á efni frv., og má segja, að það standi á sama, hvort orðið er notað, það, sem nú er í frv., eða hitt: Ég sé ekki ástæðu til að hafa á móti brtt., þó ég hinsvegar álíti alveg eins gott, að hitt hefði staðið, en þar sem hv. n. hefir tekið svo vel í frv. að öðru leyti, vil ég ekki gera ágreining um þetta, en þakka henni fyrir þær góðu undirtektir og vona, að frv. fái einhuga fylgi hér í hv. d.