29.02.1932
Neðri deild: 16. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1411 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

25. mál, opinber greinargerð starfsmanna ríkisins

Frsm. (Einar Arnórsson):

Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta mál. N. hefir átt tal við útvarpsstjóra um frv., og hefir orðið samkomulag um nokkrar breyt. á því. Höfuðbreytingin er sú, að menn þurfi ekki að koma hingað til Reykjavíkur til þess að flytja sjálfir erindi þau, er þeir samkv. þessu frv. eiga að flytja í útvarpið, heldur verði látið nægja, að þeir sendi erindin í handriti hingað og að starfsmenn útvarpsins annist um flutning þeirra. Sparast með þessu ferðakostnaður, sem annars kostar yrði að greiða höfundum erindanna. Ég geri ráð fyrir, að hér sé um svo sjálfsagða breyt. að ræða, að frv., svo breytt, gangi mótmælalaust í gegnum deildina.