06.04.1932
Efri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1648 í C-deild Alþingistíðinda. (11376)

300. mál, kosning til Alþingis

Jón Baldvinsson:

Ég veit varla, hvernig ég á að snúa mér gegn þessu frv., sem borið er fram af hv. sjálfstæðismönnum. Það gæti þýtt það, að þeir sættu sig við þessa einu breyt. á kosningalögunum, sem gæti sennilega tryggt þeim sæti í flestum tvímenningskjördæmum. Eða hvort það þýðir, að þeir búist við, að till. þessi verði samþ. og að þetta sé þá bráðabirgðafyrirkomulag til þess að tveir stærstu flokkarnir geti skipt á milli sín stóru kjördæmunum, sem nú eru tvímenningskjördæmi og þeir eiga flest atkv. í. En þá álít ég þó heppilegra og eðlilegra, að tvímenningskjördæmunum sé skipt, eins og líka hv. 3. landsk. benti á. Þá væru sjálfstæðismenn nokkurnveginn vissir með að fá annan þm. kosinn í flestum þeim tvímenningskjördæmum, sem nú eru, nema í Eyjafjarðarsýslu. Ef till. svipuð þeirri, er hv. 1. landsk. leggur til um skipun kjördæmamálsins og með uppbótarsætum, kæmi fram, þá væri það ekkert óheppilegt fyrir Alþýðuflokkinn, því það tryggði Sjálfstæðisflokknum sæti þar, sem hann hefir þau ekki nú, og þá mundi hann minna keppa við Alþýðuflokkinn um uppbótarsætin, sem þá mundu koma réttlátlegar niður. Ég mun ekki greiða atkv. gegn þessu frv. við 1. umr., en ég er í vafa um, hvort ég fylgi því út úr d., ef þetta eitt verður samþ. á þessu þingi í kjördæmamálinu, sem gerir það eitt að tryggja sjálfstæðismönnum óviss sæti, sem þeir eiga nú í tveimur tvímenningskjördæmum, og e. t. v. annan manninn líka í þeim, sem hann hefir hvorugan í nú.