17.03.1932
Neðri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2381 í B-deild Alþingistíðinda. (11430)

Afgreiðsla þingmála

Jónas Þorbergsson:

Ég er eftir atvikum ánægður með það svar, sem ég fékk hjá forseta við þeirri spurningu, sem ég bar upp. Hv. þm. G.-K. svara ég ekki að þessu sinni öðru en því, að ég hefi jafnan rétt og aðrir hv. þm. til að bera fram fyrirspurnir um afgreiðslu þingmála, þegar mér virðist öðruvísi fara um afgreiðsluna en gert er ráð fyrir í þingsköpum, enda var ekki fyrirspurninni beint til hans. Forseti hefir skýrt frá því, að hann mundi eftir atvikum taka gildar ástæður hv. þm., þegar þeir neita að greiða atkv. En þess vegna bar ég fram fyrirspurnina, að mér er ljóst, að það muni stefna í óefni, ef forseti sér í gegnum fingur við hv. þm. að rækja þær skyldur, sem þeim eru lagðar á herðar með þingsköpunum.

Á 32. fundi í Nd., 18. marz, utan dagskrár, mælti