22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2388 í B-deild Alþingistíðinda. (11446)

Afgreiðsla þingmála

Ólafur Thors:

Það var nokkuð snemma á þessu þingi, að hv. 1. þm. N.-M. o. fl. fluttu frv. til l. um breyt. á fátækral., mjög vel undirbúið og ýtarlegt í alla staði. Það er langt síðan málið fór til n., en frá n. hefir ennþá ekkert heyrzt. Ég veit, að margir hreppar í landinu eru nú þannig staddir, að fáist ekki breyt. á fátækral., þá er ekki annað sýnna en að þeir leggist í auðn. Það er nú þegar orðið áliðið þings. Ég vil því leyfa mér að beina þeirri áskorun til hæstv. forseta, að hann geri það, sem hann getur, til þess að þetta merkilega mál geti fengið afgreiðslu á þessu þingi.