23.05.1932
Neðri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2394 í B-deild Alþingistíðinda. (11459)

Afgreiðsla þingmála

Halldór Stefánsson:

Út af þeim ásökunum, sem hv. þm. Dal. beindi til fjhn. vegna afgreiðslu eins máls, vil ég taka það fram, að það er ekki hægt að ætlast til, að n. hafi getað afgr. allan þann sæg af málum, sem henni hefir borizt nú á þessu þingi. Það mun hafa verið vísað um 30 málum til n., og auk þess hefir hún sjálf flutt 2 frv. N. mun nú hafa afgr. að minnsta kosti 20 af þessum málum, auk þeirra frv., sem hún hefir flutt, svo að n. þarf ekki að taka neinum ásökunum fyrir að hafa setið auðum höndum, jafnvel þó að þetta þing sé nú orðið alllangt.

Ég hygg líka, að þótt þetta mál, sem hv. þm. Dal. var að tala um, hefði verið afgr. frá n., þá væri ekki víst, að því væri að miklu borgnara fyrir það, því að, eins og menn vita, liggja fyrir deildinni mál, sem fjhn, hefir afgr. fyrir alllöngu, en hafa þrátt fyrir það ekki fengið afgreiðslu hv. þd.

Úr því að hv. þm. eru farnir að hefja umr. um afgreiðlu mála í nefndum, vil ég minnast á eitt frv., sem var vísað til allshn., þegar 4 vikur voru liðnar af þingtímanum. Það er frv. um breyt. á fátækralögum. Það hefir ekki fengið afgreiðslu n. ennþá, og er þó form. n. einn af flm. þess. Ég kemst ekki hjá að átelja töf málsins í nefndinni. Þar sem nú er mjög farið að líða á þingtímann og lítil líkindi eru til, að frv. nái fram að ganga að þessu sinni úr því sem. komið er, þá vil ég taka undir með hv. þm. N.- Ísf., að n. afgr. tafarlaust það frv., sem Ed. afgr. um þetta efni. Það er komið þeim mun lengra áleiðis, að það ætti að geta náð afgreiðslu á þessu þingi. Ég álít að vísu, að í því felist miklu minni og ófullkomnari umbætur á fátækralögunum heldur en í því frv.; sem borið var fram í Nd., en ég kýs, að það nái fram að ganga heldur en ekkert, því að það er þó spor í rétta átt, sem mætti bæta um á komandi tíma.