01.03.1932
Neðri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2398 í B-deild Alþingistíðinda. (11465)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

forseti (JörB):

Hv. þm. Seyðf. hafði mælzt til þess að fá að bera hér fram mál utan dagskrár, og mun ég verða við þeirri beiðni hans. (HV: þm. Seyðf. er ekki staddur í d. sem stendur, en mundi ég ekki mega fá orðið í hans stað?). Ef hv. 3. þm. Reykv. hefir hið sama mál fram að flytja sem flokksbróðir hans, hefi ég ekkert við það að athuga og gef honum því hér með orðið.