04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (11499)

Stjórnarskipti

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Hv. 5. landsk., fyrrv. dómsmrh., hefir mjög oft sagt, að ég mundi verða hans eftirmaður. Skoða ég því þessa sakamálsrannsókn sem nokkurskonar vinarkveðju frá honum, því að ég þekki hans alkunnu óhlutdrægni, en um það ræði ég ekki frekar hér. Undrar mig ekki, þótt hann finni ástæðu til þess að undirstrika nú óhlutdrægni sína. Verður gaman að athuga, hvað gerzt hefir í stjórnarráðinu í þessu máli, og hefi ég nú til þess gott tækifæri. Get ég þá myndað mér nánari skoðun um það, hvort einskær réttlætistilfinning hefir vakað fyrir fyrrv. dómsmrh. Það er ákaflega hægt fyrir fráfarandi ráðh. að gera eftirkomendum sínum lífið súrt með því að fyrirskipa slíka rannsókn, en drengilegt er það ekki.