04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (11527)

Stjórnarskipti

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hefi lýst því yfir áður, að viðhorfið hefir breytzt síðan till. um þessa nefndarskipun kom fyrst fram. Hv. 2. landsk. lagði hann skilning í orð mín, að ég teldi, að viðhorfið hefði breytzt til batnaðar og útlitið færi batnandi. Í ummælum mínum kom ekki fram neinn slíkur dómur, enda er það fjarri mér að láta nokkuð slíkt í ljós. Það, sem ég átti við, var það, að eins og á stóð í hann mund, er till. kom upphaflega fram, var aðstaðan í þinginu þannig, að engu máli varð komið fram nema með atbeina minnst tveggja flokka, og þess vegna voru meiri líkindi til þess, að tillögur væntanlegrar n. næðu framgangi, ef þær væru undirbúnar af fulltrúum allra flokka. Nú hefir orðið sú breyt. á, er gerir slíkar ráðstafanir um mannval í nefndina óþarfar. Það var þetta, sem ég átti við, og ekkert annað.