04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2460 í B-deild Alþingistíðinda. (11547)

Kosningar

Jakob Möller:

Ég vildi aðeins leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvernig hann myndi hafa farið að, ef ekki hefði mætt á fundi nema helmingur dm. (JBald: þá hefði fundurinn ekki verið lögmætur). Það er rétt. Og þessi tvenn ákvæði eru í samræmi hvort við annað og kosningin verður því eigi lögmæt. Þetta ákvæði 44. gr. er algilt, svo framarlega sem ekki er tekið fram einhversstaðar annarsstaðar, að þau gildi ekki í sérstökum tilfellum. En engin slík undantekningarákvæði eru í gildi. Það er rétt, sem hæstv. forseti benti á, að með þessu er hægt að koma í veg fyrir, að forseti verði rétt kjörinn. En það er einnig hægt að koma í veg fyrir það, ef helmingur dm. mætir ekki á fundi, svo að það er engin sönnun fyrir því, að hér geti verið um lögmæta afgreiðslu að ræða. Annars ætla ég ekki út í illindi við hæstv. forseta, þótt hann kveði upp úrskurð í ósamræmi við þingsköp.