17.02.1932
Efri deild: 3. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2461 í B-deild Alþingistíðinda. (11553)

Starfsmenn þingsins

Jón Þorláksson:

Ég heyrði það, er hæstv. forseti las upp nöfn þeirra, er ráðnir hafa verið starfsmenn þingsins, að meðal þeirra er einn raðinn við þingskriftir, sem hefir látið leigja sig til þess að setja saman hlutdrægnisfull skrif í garð Sjálfstæðisflokksins, með persónulegum svívirðingum um ýmsa þingmenn flokksins. Vona ég, að hæstv. forseti verði við þeim tilmælum mínum, að þinginu verði hlíft við því að notast við slíkan starfsmann. A. m. k. verði mér hlíft við því að nota hann í þeirri deild, sem ég á sæti í. Frá nafni mannsins mun ég skýra hæstv. forseta utan fundar.