23.03.1932
Efri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1415 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

83. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. (Einar Árnason):

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og er flutt þar af allshn. Tilefnið er það, að fyrir þingið hefir verið lagt annað frv., um ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóla Íslands, og með því frv. eru úr gildi numin lög frá 1924 um ljósmæðraskóla. En í þeim lögum er svo ákveðið, að ríkissjóður kosti áhöld skipaðra yfirsetukvenna. nú þykir sjálfsagt, að það ákvæði haldist óbreytt í 1., að ríkissjóður leggi til þessi áhöld: því er með þessu frv. farið fram á það, að þetta ákvæði sé fært inn í yfirsetukvennalögin frá 1930, til þess að þetta ákvæði standi ekki eitt eftir í 1. um ljósmæðraskóla, eða falli burt.

Allshn. hefir fallizt á frv. og leggur til, að það sé samþ.

Ég skal geta þess, að þar sem þetta frv. er bundið við samþ. annars frv., sem liggur hér fyrir hv. d., og ætti því að ganga á undan, þá tel ég rétt, að þetta frv. sé ekki tekið til 3. umr. fyrr en hitt er gengið á undan.