06.04.1932
Efri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1418 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

59. mál, eignarnám á landspildu á Bolungavíkurmölum

Frsm. (Pétur Magnússon):

Frv. þetta var flutt í Nd. af hv. þm. N.-Ísf. eftir ósk hreppsnefndarinnar í Hólshreppi. Ástæðan til þeirrar óskar er sú, að hreppurinn þarf að koma upp ýmsum mannvirkjum í nánd við brimbrjótinn í Bolungavík og þarf því að eignast lönd þau, er að honum liggja, en hefir ekki komizt að samkomulagi við eiganda þeirra. Eins og kunnugt er, þá hefir allmiklu fé verið eytt í brimbrjótinn, og er nauðsynlegt, að hann komi að sem beztum notum, en skilyrði þess er, að landið fáist keypt. Allshn. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.