18.04.1932
Neðri deild: 54. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 442 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.] Ég heyrði, að hv. frsm. andæfði till. minni um 60 þús. kr. ábyrgðarheimild fyrir stj. til bátakaupa á Ísafjarðardjúpi. Þetta er endurveiting, því að það var samþ. á seinasta þingi og gildir á þessu ári. En forstjórnarmenn þessa fyrirtækis sjá engin ráð til þess að ráðast í framkvæmdirnar, meðan fjárhagurinn er eins erfiður og nú er, og óska því, að þessari ábyrgð verði frestað til ársins 1933. Ég verð að segja það, að þessir flóabatar hafa átt örðugast uppdráttar allra samgangna hér á landi frá því fyrsta, og þó er það vitanlegt, að a. m. k. átta til níu sýslur á landinu njóta þessara ferða og sumar engra annara, hvorki á sjó né landi. Til þessa hafa verið veittar frá 70–100 þús. kr. á ári, en í fjárlfrv. 1933 er gert ráð fyrir 76 þús. kr., og samtímis því er varið hundruðum þúsunda til strandferða úr ríkissjóði með áreiðanlega minni þarfir landsmanna fyrir augum, og kemur a. m. k. færri mönnum að gagni. Strandferðakostnaðurinn var á síðasta ári 1/2 millj. kr. Ég vænti þess, að d. geti samþ. Það að færa þessa ábyrgðarheimild yfir á næsta ár. Til þess að ekki sé neinn vafi á því, að hér sé um endurveitingu að ræða, vil ég bera fram till. þar að lútandi, sem ég mun afhenda hæstv. forseta, þegar ég hefi lokið máli mínu.

Hvað símalagningarnar í N.-Ísafjarðsýslu snertir, þá býst ég ekki við miklum árangri í því réttlætismáli á meðan þingið er svo skipað sem nú er. Og jafnvel þótt það yrði samþ. í fjárl., þá myndi geta farið svo eftir fordæmum, sem hér hafa verið gefin, að þær símalínur, sem samþ. hafa verið af þinginu, yrðu ekki lagðar, en aftur á móti símalínur, sem engum hefir dottið í hug að leggja, og til þeirra kostað miklu meira fé en í fjárl. er veitt til símalagninga.

Hæstv. fjmrh. gat þess réttilega, að þótt lifað væri um efni fram nokkurra ára skeið, þá væru það engar framfarir. Ég sé á þessu, að hæstv. fjmrh. er orðinn sannfærður um, að sú óhófseyðsla, sem hefir att sér stað undanfarin ár, hefir engar framfarir í för með sér fyrir þjóðina, heldur kreppir frekar að henni. Mér þykir vænt um þessa yfirlýsingu hæstv. fjmrh. og vænti þess, að hann stuðli að því, að sá óhæfilegi „herkostnaður“, sem Framsóknarflokkurinn hefir haft á undanförnum árum og ríkissjóður greitt, verði færður nokkuð niður. Hann gat hér um „herkostnað“ í sambandi við samgöngur á Suðurlandsundirlendinu. Það eru smámunir einir samanborið við hann „herkostnað“, sem Framsóknarstj. hefir tekið af landsmönnum, til þess að hafa í valdasætinu, og mun ég því ekki andmæla þeim litla styrk, og enda fúslega samþykkja tvöfalda þá upphæð, ef hægt væri að vona, að Framsóknarstj. tæki ekki hann „herkostnað“ af þjóðinni, sem hún hefir tekið á undanförnum árum.