17.03.1932
Neðri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1419 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

60. mál, eignarnám á landspildu í Skeljavík

Frsm. (Jón Ólafsson):

Um þetta frv. er ekkert að segja frá n. hálfu; hún leggur einum rómi til, að það verði samþ. Það er svo um þetta mál, að það er hin mesta nauðsyn fyrir Hnífsdælinga og hafnarmannvirki þeirra, að landspilda sú í Skeljavík, sem um getur í frv., verði eign hreppsfélagsins. Vegna bryggjugerðar, sem nú er hafin, er enginn kostur að komast af án umræddrar landspildu.