08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1254)

55. mál, ríkisskattanefnd

Magnús Guðmundsson:

Ég tók það fram við 1. umr. þessa máls, að ég óskaði eftir, að þetta frv., ef að lögum yrði, kæmi ekki til framkvæmda fyrst um sinn. En af því að ég er því fylgjandi, að sú skipun þessa máls, sem frv. fjallar um, komi til greina í framtíðinni, þegar um hægist, þá vil ég ekki greiða atkv. á móti því. Og ég vil ennfremur taka það fram, að ég fylgi því aðeins með skilyrði um að greiða atkv. gegn till. um fjárveitingu, sem flutt kann að verða því til framkvæmda nú þegar, vegna fjárhagsvandræða ríkissjóðs. Í því er engin mótsögn, að samþ. frv., en vilja þó ekki, að það komi til framkvæmda fyrr en batnar í ári. Um fjárveitinguna þarf ekki að deila frekar nú. Það kemur síðar til greina.