08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1255)

55. mál, ríkisskattanefnd

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Af sömu ástæðu og ég hefi áður tekið fram, vegna fjárhagsvandræða ríkissjós, óska ég fastlega eftir, að þetta frv. verði samþ. Það vita allir, að við samræming tekjuskattsins í landinu hljóta tekjur ríkissjóðs að aukast. Og hitt er líka kunnugt, að lögin um tekju- og eignarskatt hafa hvergi verið framkvæmd enn til hlítar nema í Reykjavík. Ég játa að það er ekki ástæða til að búast við því, að bændastéttin greiði tekjuskatt á næstu árum, og þó að þetta frv. sé mér áhugamál, þá er það ekki af því, að ég vilji, að bændur greiði hærri skatta. En ef þeir geta það, þá ber það vott um batnandi hag í sveitunum og ég óska, að afkoma þeirri verði þannig.