10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1261)

55. mál, ríkisskattanefnd

Jón Auðunn Jónsson:

Ég tók eftir því, að hæstv. fjmrh. lét svo um mælt, að ef fé yrði veitt í fjárl. 1933 í þessu skyni, þá tæki hann það sem heimild til að láta lögin koma til framkvæmda strax í ár. Náttúrlega er þessi skilningur hæstv. ráðh. hrein fjarstæða, sem ekki þarf orðum um að eyða. En ég geri fastlega ráð fyrir því, að eftir því, sem séð verður um árferði næsta árs, þá muni það verða alger óþarfi að láta lögin koma til framkvæmda þá, — einungis kostnaður fyrir ríkissjóðinn. Hinsvegar skal það viðurkennt, að frv. þetta er að stefnu til rétt, miðað við venjulega tíma, og væri því eðlilegast að miða framkvæmd þeirra einnig við „normalt“ árferði.