07.04.1932
Efri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1267)

55. mál, ríkisskattanefnd

Frsm. meiri hl. (Einar Árnason):

Þetta frv. var upphaflega flutt í Nd. af meiri hl. fjhn. þar og eftir tilmælum fjmrh. Við meðferðina í Nd. breyttist frv. sama og ekkert að efni til og liggur því hér fyrir að mestu leyti í sama formi og það var fyrst. Fjhn. þessarar d. hefir ekki getað orðið sammála um þetta frv., þar sem minni hl. getur ekki fallizt á að rétt sé að setja slík lög sem þessi. Með þessu frv. er verið að stofna þriggja manna ríkisskattan. Hlutverk þessarar n. er eiginlega tvennskonar. Í fyrsta lagi, að n. úrskurðar kærur, sem til hennar er beint út af úrskurði yfirskattan. um tekju- og eignarskatt og sömuleiðis um útsvör. Í öðru lagi að samræma skattaframtöl og skattaákvörðun í hinum einstöku skattahéruðum landsins, og auk þess hafa eftirlit með störfum skattanefnda. þessi úrskurður, sem hér er talað um að leggja undir ríkisskattan., hefir hvað viðvíkur tekju- og eignarskatti heyrt undir fjmrn., en útsvörin hafa aftur á móti heyrt undir atvmrn., svo framarlega sem málið hefir ekki verið þess eðlis, að það hefir att að ganga undir úrskurð dómstólanna. Það er vitanlegt öllum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, að það ríkir ósamræmi í skattaframtali og skattaálagningu í hinum einstöku skattahéruðum landsins. Og þó að fjmrn. hafi við ýms tækifæri reynt að gefa leiðbeiningar og reynt að kippa þessu í lag, þá hefir það enn ekki tekizt, enda hefir fjmrh. mjög örðuga aðstöðu til að líta eftir, hvernig skattan. rækja starf sitt. En sannleikurinn er sá, að það er mikið komið undir dugnaði og samvizkusemi skattan., hvort ríkissjóður fær þær skatttekjur, sem honum ber að réttu. Það hlýtur því að velta á miklu fyrir ríkissjóð, hvort þessi mál eru í því lagi, sem þau ættu að vera. En meiri hl. litur svo á, að litlar líkur séu til þess, að þetta komist í viðunandi horf, nema slík n. sem þessi sé skipuð. Ég get ekki hugsað mér, að nein mótbára geti komið fram gegn því, að þessum málum verði komið í viðunandi horf. Það eina, sem hægt er að hafa á móti því, að þessi n. verði skipuð, er það, að hún mun baka ríkissjóði nokkur útgjöld. En meiri hl. litur svo á, að kostnaðurinn við n. muni ekki verða nema lítið brot af heim tekjuauka, sem hún skapar með starfi sínu, auk þess sem meira réttlæti myndi ríkja en áður milli hinna einstöku skattahéraða. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um, að ríkissjóður muni fá margborgaðan hann kostnað með auknum skatttekjum samkvæmt þessu frv. Þó að slíkt frv. sem þetta hafi ekki komið fyrr fram á þingi, þá er það ekki af því, að sú hugsun hafi ekki vaknað fyrr, að fyrirkomulag sem þetta þyrfti að setja á stofn. Það kemur beinlínis fram í lögunum um útsvör frá 1916, að gert er ráð fyrir, að þegar ríkisskattanefnd er komin á stofn, þá skuli úrskurðir, sem áður heyrðu undir atvmrn., heyra undir nefndina. Þá hefir þeim, sem að þessari löggjöf stóðu, verið ríkt í huga, að nauðsyn væri á einhverri slíkri n. En auk þess hefir aðalefni frv. verið áður flutt hér á þingi í frv. um tekju- og eignarskatt, sem flutt var á þingi 1930. Þar var tekin sú aðferð, sem mun vera sumstaðar í nágrannalöndum okkar, að slík ákvæði sem þessi yrðu sett í lögin um tekju- og eignarskatt. Það frv. um tekju- og eignarskatt, sem lagt var fyrir þingið 1930, var samið af meiri hl. mþn., sem þá starfaði í skattamálum. Þetta sýnir, að það hefir verið þeim mönnum ljóst, sem um þessi mál hafa fjallað og þekkja inn á þau, að nauðsynlegt var að koma betra skipulagi á þau en verið hefir.

Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið taldar, leggur meiri hl. fjhn. til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.