16.03.1932
Efri deild: 30. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1467 í B-deild Alþingistíðinda. (1280)

169. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Svo sem vikið er að í grg. frv., er svo fyrir mælt í I. um Síldareinkasölu Íslands, að stj. einkasölunnar skuli skipa einn mann í stj. síldarbræðsluverksmiðjunnar. Nú hefir síldareinkasalan verið lögð niður með bráðabirgðalögum, sem telja má vist, að þingið samþ. Verður því að gera nýja skipun á stj. verksmiðjunnar. Sjútvn. leit svo á, að þar sem ríkissjóður ber ábyrgð á rekstri verksmiðjunnar, væri og eðlilegast, að atvmrh. skoðaði alla stj. hennar. áður hefir Siglufjörður skipað einn mann í stj. verksmiðjunnar, en sjútvn. taldi rétt, að því yrði einnig breytt, úr því að breyt. er gerð á annað borð.

Þá hefir n. tekið upp breyt. eftir bendingu, er henni barst frá stj. verksmiðjunnar, um það, hversu að skuli farið, ef verksmiðjunni berst meiri síld en hún getur tekið á móti. Taldi stj. verksmiðjunnar, að hin fyrri ákvæði l. um þetta atriði væru áframkvæmanleg. Vill hún því, að lagt sé á vald stj. verksmiðjunnar, hve mörgum skipum hún tekur á móti, en hinsvegar ber stj. að tilkynna síldarseljendum sem fljótast, hvort þeir komist að eða ekki, svo að þeir geti komið sér í samband við aðrar verksmiðjur eða hætt við útgerðina.

Um 3. brtt. geri ég ekki ráð fyrir, að verði neinn ágreiningur. Í núgildandi 1. eru engin fyrirmæli um endurskoðun, svo að sjútvn. leizt rétt að flytja brtt. um þetta, úr því að l. er annars breytt. Ég tel enga ástæðu að vísa þessu máli til n., þar sem sjútvn. flytur það.