15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

169. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ástaæða sjútvn. fyrir að sinna ekki tilmælum fiskiþingsins var sú, að hér er um stofnun að ræða, sem algerlega er rekin á ábyrgð ríkisins, og því eðlilegast, að hæstv. ríkisstj. skipi stj. verksmiðjunnar. Hitt má vel vera, að hæstv. stj. taki eitthvert tillit til óska Fiskifélagsins í þessu efni, en n. fannst engin ástæða til að hafa það ákveðið í lögunum.