15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

169. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Magnús Guðmundsson:

Mér finnast upplýsingar hæstv. atvmrh. litlar og ónógar. — Þó að vitað sé, að stór tekjuhalli hafi orðið á rekstri verksmiðjunnar 1930, og nú sé sagt, að tekjuafgangurinn síðastl. ár sé um 130 þús. kr., þá er ekki þar með sagt, að fyrirtæki þetta hafi innt af hendi þær greiðslur, sem það áti að gera samkv. l. Annars getur þetta beðið til 3. umr., og sest þá vonandi, hver hin raunverulega afkoma er.

Mér skilst, að þótt verið hafi 130 þús. kr. ágóði af rekstri verksmiðjunnar 1931, þá hafi hún ekki uppfyllt þær skyldur, sem henni er ætlað að gera 1. samkv. Og ef ekki er hægt að uppfylla þær skyldur, þá verður að breyta l.; engin meining að brjóta l. ár frá ári. Ef l. eru óframkvæmanleg, sem ég er hræddur um, að þau séu, þá verður, vegna þess hvað verksmiðjan er dýr í rekstri, að breyta þeim.