05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Jónsson:

ég hefi sem betur fer ekki mikið að segja við þessa umr. fjárl. ég flyt aðeins 2 brtt., sem er að finna á þskj. 627. Fyrri till. er um það, að í 18. gr. komi nýr liður, til Baldvins B. Bárðdals, 200 kr. Þetta er gamall maður, sem hefir verið barnakennari í 40 ár. Hann er nú kominn um áttrætt og er farlama maður og á enga þá vandamenn, sem geta styrkt hann. Hann hefir vitanlega eins og aðrir barnakennarar fengið mjög litla borgun fyrir starf sitt. Nú eru ýmsir slíkir menn styrktir í 18. gr., og er því ekki ósanngjarnt, að þessum manni sé bætt við.

Ég skal geta þess, að þessi till. er flutt samkv. beiðni hv. þm. Skagf. og eindregnum meðmælum fræðslumálastjóra. Þessi maður starfaði aðallega í Þingeyjarsýslu, en er nú til heimilis á Sauðárkróki.

Um hina till. þarf ég ekkert að tala. Hún er, eins og hv. frsm. minntist á, flutt í samráði við hv. fjvn. Till., sem hún er brtt. við, hefir af einhverjum ástæðum orðazt öðruvísi en vera átti, og brtt. mín er aðeins leiðrétting á því.

Þarf ég svo ekki að eyða fleiri orðum um rétta að svo stöddu.