14.04.1932
Neðri deild: 51. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1472 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

27. mál, forkaupréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Sveinbjörn Högnason:

Þar sem hv. frsm. er ekki viðstaddur, skal ég f. h. meiri hl. n. skýra afstöðu hans til málsins. Frv. þetta hefir legið fyrir þinginu áður og er því hv. þm. kunnugt. N. gat ekki orðið að öllu leyti sammála um afgreiðslu þess; tveir af nm. hafa engu áliti skilað, og gera þeir væntanlega grein fyrir sinni afstöðu í framsögu. Meiri hl. n. virðist full þörf á að setja slíka löggjöf sem hér er farið fram á, til þess að tryggja kaupstöðum og kauptúnum forkaupsrétt að mannvirkjum og lóðum, sem getur orðið þeim nauðsynlegt að eiga í framtíðinni og hækkað geta mjög í verði, ef þær eru látnar ganga kaupum og sölum manna á milli. Þess vegna leggur meiri hl. n. eindregið til, að frv. verði samþ.