14.04.1932
Neðri deild: 51. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1481 í B-deild Alþingistíðinda. (1328)

27. mál, forkaupréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil benda á, að með frv. er opnuð leið fyrir óforsjálar bæjarstjórnir til að ákveða fram í tímann, hvaða fasteignum og mannvirkjum bærinn taki forkaupsrétt á. Hingað til hefir þingið aldrei neitað um eignarnám, þegar nauðsyn hefir verið á því. En í seinni tíð hefir borið á því, að bæjarstjórnir, þar sem jafnaðarmenn eru í meiri hl., hafa náð eignarhaldi á löndum að nauðsynjalausu. Svo hefir t. d. farið á Ísafirði. Bæjarstj. þar hefir hækkað lóðaleigu fram úr hófi, svo að ekki er óalgengt, að lóðaleiga undir einstök hús á lóðum bæjarins sé 400 kr. á ári, eða þrefalt hærri en elli myndi vera og tíðkazt hefir hjá einstaklingum. Má svo búast við, þegar bæirnir eru að þrotum komnir sökum þessarar óforsjálni, að þeir fari að heimta ábyrgð ríkissjóðs, en þegar svo er komið, eru fjárráðin tekin af Alþingi Íslendinga. Það nær heldur ekki nokkurri att að brjóta viðurkennda meginreglu með því að Alþingi fari að leyfa forkaupsrétt að ástæðulausu, sízt þar, sem engin dæmi eru til þess, að Alþingi hafi neitað um eignarnám, ef nauðsyn hefir verið fyrir hendi.