22.03.1932
Neðri deild: 35. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

205. mál, kosning sáttanefndarmanna í Reykjavík

Flm. (Einar Arnórsson):

Eftir gildandi lögum á bæjarstj. Rvíkur að velja 4–6 menn til að sitja í sáttanefnd. Þessi lög eru frá 1795. Svo eiga borgarar að kjósa 2 af þessum 4 mönnum til að sitja í sáttanefnd. En af öllum þeim, sem á kjörskrá eru, kjósa venjulega ekki nema 70–80 menn. Þetta skipulag svarar illa kostnaði. Það er þess vegna, sem bæjarstj. fer fram á, að þessu skipulagi verði breytt, þannig að bæjarstj. sjálf kjósi sáttanefndarmenn:

Það ætti ekki að vera meiri hætta á að láta bæjarstj. kjósa þessa menn í nefnd heldur en í niðurjöfnunarnefnd. Ég vænti því, að d. lofi þessu litla máli að ganga fram, og leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til allshn.