12.03.1932
Efri deild: 27. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

130. mál, raforkuver

Flm. (Jón Þorláksson):

Ég vænti þess, að í grg. frv. séu nægileg rök fyrir nauðsyn þessa máls til þess, að hv. þd. geti fallizt á, að frv. fari mótmælalaust til 2. umr. og nefndar, og af því að orðið er áliðið fundartíma, ætla ég að sleppa því að mæla frekar fyrir frv. við þessa umr., nema andmæli komi fram. Legg ég til, að málinu verði vísað til athugunar til hv. fjhn., sem undanfarið hefir haft þetta og samskonar mál til meðferðar.